Erlent

Fimmtán látist í skógareldum

Enn geysa skógareldar í Portúgal og gengur erfiðlega að ráða niðurlögum þeirra. Evrópusambandið hefur orðið við neyðarkalli portúgalskra stjórnvalda og sent flugvélar til að hjálpa slökkviliðsmönnum þar í landi en þurrkar hafa ekki verið eins miklir í Portúgal frá árinu 1945. Nú berjast um það bil 3.000 slökkviliðsmenn við elda á tæplega 30 stöðum í landinu. Alls hafa nú fimmtán manns látið lífið í eldunum og 140.000 hektarar lands eyðilagst. Verst hefur ástandið verið í Mið- og Norður-Portúgal og hefur þurft að rýma mörg þorp í þessum landshlutum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×