Erlent

Öflug sprenging í Beirút

Að minnsta kosti þrír særðust er sprengja sprakk í verslunarmiðstöð í Beirút, höfuðborg Líbanon í gær. Sprengjan var mjög öflug en sérfræðingar segja að um 20 kíló að TNT efni hafi verið notað. Enginn hefur lýst verknaðinum á hendur sér en lögreglan hefur handtekið fimm menn vegna málsins, sem sagðir eru tengjast íslömskum öfgasamtökum. Gríðarlegar skemmdir urðu á verslunarmiðstöðinni og verslunum í kring en bæði kristnir og múslimar búa á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×