Erlent

Armstrong sakaður um lyfjanotkun

Stærsta íþróttablað Frakklands, Le Equipe segir að hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong hafi notað hið forboðna lyf EPO þegar hann sigraði í fyrstu Tour de France hjólreiðakeppninni árið 1999. EPO eykur framleiðslu rauðra blóðkorna. Blaðið viðurkennir þó að eins og reglurnar eru í dag sé ekki hægt að sanna misnotkun á Armstrong með óyggjandi hætti. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Le Equipe sakar Bandaríkjamanninn um lyfjamisnotkun, en Frakkar hafa heldur horn í síðu hans fyrir að rúlla upp frönskum hjólreiðamönnum sjö sinnum í röð í Tour de France.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×