Erlent

Raðsprengjumaður dæmdur

Maðurinn sem sprengdi sprengju í Ólympíugarðinum í Atlanta árið 1996, með þeim afleiðingum að ein kona lést og 111 slösuðust, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi í Atlanta í Bandaríkjunum. Þetta var þriðji lífstíðardómurinn sem maðurinn, Eric Rudolf hlýtur, en í síðasta mánuði var hann einnig dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að sprengja sprengju í læknamiðstöð þar sem fóstureyðingar voru framkvæmdar, aðra í næturklúbbi í Georgíu í Bandaríkjunum árið 1997 og þá þriðju í annarri læknamiðstöð í Alabama ári síðar. Rudolph gekkst við glæpunum í apríl síðastliðnum og sleppur hann því við aftökudóm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×