Erlent

Föngum sleppt í Rúanda

Yfir tuttugu þúsund föngum hefur verið sleppt úr fangelsum í Rúanda að undanförnu. Þetta er þó um fjórtán þúsund föngum færra en fangelsisyfirvöld lofuðu í síðasta mánuði. Pal Kagame, forseti landsins, fyrirskipaði í janúar árið 2003, að þeir sem settir hefðu verið í fangelsi án dóms og laga yrði sleppt en föngunum er gefið að sök að hafa átt aðild að þjóðarmorðunum í landinu árið 1994. Þótt þeir séu frjálsir úr fangelsi eru þeir skikkaðir til að sitja námskeið í sérstökum skólabúðum í einn mánuð þar sem fjallað er um sögu Rúanda, réttlæti, samvinnu og fleira. Búist er við að forsetinn fái sínu fram í lok mánaðarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×