Erlent

Bruðlaði með fé embættisins

Sjávarútvegsráðherra Grænlands hefur hrökklast úr embætti fyrir misnotkun á almannafé. Rasmus Fredriksen tók við embættinu í nóvember á síðasta ári. Fram að áramótum notaði hann um tvöhundruð þúsund krónur af risnufé embættisins. Frá áramótum og fram til júní notaði hann svo um eina og hálfa milljón króna. Endurskoðendur segja að umtalsverður hluti af þessu fé hafi farið til áfengiskaupa á síðkvöldum og til kvöldverða sem voru grænlensku landstjórninni óviðkomandi. Fyrr á þessu ári sagði innanríkisráðherra landstjórnarinnar af sér fyrir sömu sakir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×