Erlent

Khodorovsky í hungurverkfalli

Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorovsky er í hungurverkfalli, í fangelsi sínu, til þess að mótmæla meðferðinni á viðskiptafélaga og vini, sem haldið er í einangrun. Platon Lebedev, sem var dæmdur í níu ára fangelsi, eins og Khodorkovsky, er sagður hafa móðgað fangaverðina í fangelsi þeirra félaga og því var hann settur í sérstaka refsivist. Þeir Khodorovsky og Lebedev áfrýjuðu báðir dómum sínum og bíða nú eftir því að málið verði tekið fyrir í hæstarétti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×