Erlent

Deila um eyju

Tvö kanadísk herskip eru á leiðinni að Hans-ey sem liggur milli Grænlands og Kanada, en þessi tvö lönd deila hart um yfirráð yfir eynni. Hans-eyja er óbyggð og þar er enga olíu eða önnur verðmæti að finna. Hinsvegar hafa loftslagsbreytingar á þessum slóðum valdið því að ísinn hefur stórlega minnkað og aukið líkurnar á að þarna geti orðið siglingaleið milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Bandaríkjamenn hafa fylgst með þessari deilu og hafa þegar lýst því yfir að þeir líti á þetta sem alþjóðlegt hafsvæði, en ekki kanadískt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×