Erlent

Ný baðströnd á Amager

Amager strand, ný baðströnd, var tekin í notkun í Kaupmannahöfn um liðna helgi. Á þessum stað hefur verið baðströnd um langt skeið en stórfelldar endurbætur hafa staðið þar yfir. Gerð hefur verið þriggja kílómetra löng eyja út frá gömlu baðströndinni og á milli strandarinnar og eyjunnar er nú stórt lón. Samanlögð lengd baðstrandarinnar er 4,6 kílómetrar. Framkvæmdir hafa staðið yfir í fjórtán mánuði og kostnaður við þær er um tveir milljarðar íslenskra króna Friðrik krónprins og María krónprinsessa tóku nýju baðströndina formlega í notkun í blíðskaparveðri með því að stinga tánum í sjóinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×