Erlent

Ellefu farast þegar hús hrynur

Í það minnsta ellefu manns krömdust til bana þegar íbúðarhús hrundi í borginni Mumbai á Indlandi, sem áður kallaðist Bombay. Um tuttugu eru sagðir fastir undir rústum byggingarinnar. Húsið var komið til ára sinna og illa farið en þar bjuggu sextán fjölskyldur og var fólkið í fastasvefni þegar húsið hrundi. 47 manns var bjargað úr rústunum og voru flestir fluttir á sjúkrahús. Allalgengt er að byggingar hrynji með þessum hætti í Mumbai, sérstaklega meðan á rigningartímanum stendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×