Erlent

Slökkvistarf gengur betur

Betur gengur nú að ráða niðurlögum skógareldanna í Portúgal, sem hafa geisað þar að undanförnu. Lækkandi hitastig og aukin úrkoma hefur gert slökkviliðsmönnum kleift að halda tuttugu eldum í skefjum af þeim þrjátíu sem loga í portúgölskum skógum. Hins vegar var heitt og þurrt í landinu í gær og því var búist við að bálið yxi á nýjan leik. Portúgalska ríkisstjórnin hefur farið fram á aðstoð frá Evrópusambandinu en nokkur Evrópulönd hafa þegar lánað landsmönnum slökkviliðsflugvélar. Yfir 140.000 hektarar hafa orðið eldinum að bráð þrátt fyrir hetjulega baráttu 2.360 brunavarða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×