Erlent

Khodorkovskí í hungurverkfall

Rússinn Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi olíufyrirtækisins Yukos, hefur hafið mótmælasvelti til að vekja athygli á slæmri meðferð rússneskra fangelsisyfirvalda á viðskiptafélaga hans og honum sjálfum. Segja lögfræðingar Khodorkovskís hann hafa hvorki þegið vott né þurrt á síðustu dögum. Khodorkovskí var í maí dæmdur í níu ára fangelsi fyrir fjár- og skattsvik sem margir segja Rússlandsstjórn hafa skipulagt til að losna við pólitískan andstæðing fyrir forsetakosningarnar árið 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×