Erlent

Fleiri farast í flóðum í Rúmeníu

Sjö hafa fundist látnir og átta er saknað eftir mikil flóð í Mið-Rúmeníu í gærkvöld. Rúmenar hafa ekki farið varhluta af mikilli úrkomu í Mið- og Austur-Evrópu síðustu daga en úrkoman hefur leitt til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína og ætt yfir bæi og borgir með tilheyrandi mann- og eignatjóni. Alls hafa nú 25 látist í Rúmeníu af völdum náttúruhamfara undanfarna 10 daga, en í síðustu viku drukknuðu tólf og sex létust eftir að þeir urðu fyrir eldingu í landinu. Þá hafa hundruð neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×