Erlent

Íransþing hafnar fjórum ráðherrum

MYND/AP
Íranska þingið hafnaði í dag fjórum af 21 ráðherra sem nýr forseti landsins, Mahmoud Ahmadinejad, hafði lagt til að skipaði ríkisstjórn landsins. Meðal þeirra var Ali Saeedlou sem átti að gegna embætti olíumálaráðherra, en margir þingmenn sögðu hann of reynslulítinn til að gegna embættinu. Ahmadinejad hefur nú þrjá mánuði til þess að finna nýja menn í ráðuneyti olíumála, menntunar, samstarfsmála og félagsmála, en einfaldur meirihluti dugir til að fá samþykki þingsins fyrir ráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×