Erlent

Annan lofar íbúum Níger aðstoð

Kofi Annan, framkvæmdstjóri Sameinuðu þjóðanna, lofaði því í dag að koma íbúum Níger til aðstoðar vegna þeirra erfiðleika sem þeir standa frammi fyrir. Hungursneyð er í landinu og er talið að 2,5 milljónir manna þjáist af þeim sökum, þar af 32 þúsund börn sem eru alvarlega vannærð. Annan lauk í dag tveggja daga heimsókn sinni til Nígers þar sem hann heimsótti sum af verst settu svæðunum, en hungursneyðina má rekja til uppskerubrests í fyrra og skæðrar engisprettuplágu. Samtökin Læknar án landamæra hafa gagnrýnt Sameinuðu þjóðirnar fyrir að bregðast seint og illa við ástandinu, en Sameinuðu þjóðunum hefur aðeins tekist að fá loforð fyrir um helmingi þess fjár sem þær töldu nauðsynlegt til að takast á við vandann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×