Erlent

Hópuppsögn hjá Saddam

Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra í Írak, hefur rekið alla lögfræðinga sína nema einn. Áður hafði Saddam notið aðstoðar 1.500 lögfróðra manna víðs vegar að úr heiminum við undirbúning varnar sinnar en réttarhöld yfir honum hefjast á næstu vikum. Aðeins einn maður er nú eftir af þessu liði, Khalil al-Dulaimi. Grímuklæddir árásarmenn drápu í það minnsta sex manns í Bagdad í gær og særðu tuttugu. Á meðan karpa stjórnmálaleiðtogar landsins um drög að stjórnarskrá en frestur til að afgreiða hana úr þinginu rennur út í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×