Erlent

Neitar að neyta matar

Rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovskí er nú kominn í hungurverkfall til þess að mótmæla meðferðinni á Platon Lebedev, félaga hans. Lebedev, sem ásamt Khodorkovskí, var dæmdur í níu ára fangelsi í vor fyrir fjársvik hefur verið færður í einangrunarvist en hann er sagður hafa móðgað fangaverði. Í yfirlýsingu Khodorkovskí sem lögmaður hans las í fyrradag segir hann augljóst að verið sé að refsa Lebedev í sinn stað. Því sneiðir hann hjá mat og drykk eins lengi og honum þykir þurfa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×