Erlent

Bretar auka drykkju sína

Bretar drekka mest af stórþjóðum Evrópu og juku drykkju sína um fimm prósentustig á árunum 1999 til 2004 á meðan Frakkar og Þjóðverjar drógu úr henni. Þetta kemur fram í könnun markaðsrannsókafyrirtækisins Mintel og greint er frá á vef Sky-fréttastöðvarinnar. Árið 1999 keyptu 83 prósent Breta áfengi en í fyrra hafði sú tala hækkað í 88 prósent og fór heildarsalan í landinu yfir átta milljarða lítra. Í Frakklandi reyndust 86 prósent hafa keypt áfengi í fyrra og hafði áfengisneysla dregist saman um sex prósent á fimm árum. Þá keyptu 70 prósent Þjóðverja áfengi í fyrra og drógust tekjur af áfengissölu þar saman um fjögur prósent á árabilinu 1999-2004. Enn fremur leiddi könnunin í ljós að í öllum löndunum þremur drukku karlar meira en konur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×