Haukum spáð tvöföldum meisturum 15. september 2005 00:01 Haukum er enn eitt árið spáð mikilli velgengni á Íslandsmótinu í handknattleik en spá forráðamanna félaganna í kvenna- og karlaflokki var birt í gær og eru Haukar í efsta sæti á báðum vígstöðum. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður íslenska landsliðsins og Hauka, segir spána hafa komið nokkuð á óvart. "Þessi niðurstaða kom mér töluvert á óvart því við höfum misst sterka leikmenn en að vísu fengið góða menn í staðinn. En það er erfitt að fylla í skörð eftir leikmenn sem hafa verið lykilmenn í okkar liði í langan tíma. Við höfum æft vel að undanförnu og ætlum okkur auðvitað að vera í toppbaráttunni." Liði Þórs er spáð í 12. sæti í deildinni en Árni Þór Sigtryggsson, sem verið hefur einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár, gekk í raðir Hauka í sumar, en eldri bróðir hans Rúnar Sigtryggsson er kominn aftur á heimaslóðir og vetur leggst vel í hann. "Ég er ánægður með að vera kominn aftur heim í Þór. Það er það sem ég ætlaði mér alltaf að gera. Það er mikill metnaður hjá liðinu og ég er viss um að við getum staðið okkur betur en spáin gefur til kynna, þó hún hafi ekkert komið mér á óvart. En við ætlum okkur auðvitað að reyna að vera í efri hluta deildarinnar." Guðmundur Karlsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, reiknar með jafnri keppni í vetur. "Ég á von á því að keppnin verði hörð í vetur og vonandi tekst okkur að spila af fullum styrk. Við komum ágætlega undirbúin til leiks eftir að hafa keppt Evrópuleiki og æft vel að undanförnu. Það má líka búast við því að umgjörðin í kringum handboltann verði góð og keppnin á örugglega eftir að verða jafnari en margir búast við. Ég hlakka því til vetrarins." Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Haukum er enn eitt árið spáð mikilli velgengni á Íslandsmótinu í handknattleik en spá forráðamanna félaganna í kvenna- og karlaflokki var birt í gær og eru Haukar í efsta sæti á báðum vígstöðum. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður íslenska landsliðsins og Hauka, segir spána hafa komið nokkuð á óvart. "Þessi niðurstaða kom mér töluvert á óvart því við höfum misst sterka leikmenn en að vísu fengið góða menn í staðinn. En það er erfitt að fylla í skörð eftir leikmenn sem hafa verið lykilmenn í okkar liði í langan tíma. Við höfum æft vel að undanförnu og ætlum okkur auðvitað að vera í toppbaráttunni." Liði Þórs er spáð í 12. sæti í deildinni en Árni Þór Sigtryggsson, sem verið hefur einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár, gekk í raðir Hauka í sumar, en eldri bróðir hans Rúnar Sigtryggsson er kominn aftur á heimaslóðir og vetur leggst vel í hann. "Ég er ánægður með að vera kominn aftur heim í Þór. Það er það sem ég ætlaði mér alltaf að gera. Það er mikill metnaður hjá liðinu og ég er viss um að við getum staðið okkur betur en spáin gefur til kynna, þó hún hafi ekkert komið mér á óvart. En við ætlum okkur auðvitað að reyna að vera í efri hluta deildarinnar." Guðmundur Karlsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, reiknar með jafnri keppni í vetur. "Ég á von á því að keppnin verði hörð í vetur og vonandi tekst okkur að spila af fullum styrk. Við komum ágætlega undirbúin til leiks eftir að hafa keppt Evrópuleiki og æft vel að undanförnu. Það má líka búast við því að umgjörðin í kringum handboltann verði góð og keppnin á örugglega eftir að verða jafnari en margir búast við. Ég hlakka því til vetrarins."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira