Synd að Ívar sé ekki í hópnum 4. október 2005 00:01 Brynjar Björn Gunnarsson, hetja Reading í uppgjöri efstu liðanna í ensku fyrstu deildinni, segir að samherji sinn Ívar Ingimarsson eigi heima í landsliðinu. "Það er algjör synd að Ívar Ingimarsson gefi ekki kost á sér í landsliðið. Það vantar ansi mikið í vörnina hjá okkur gegn Pólverjum og Svíum. Hermann [Hreiðarsson] er til dæmis ekki með en þótt allir væru klárir í leikinn ætti Ívar heima í byrjunarliði Íslands. Hann hefur spilað mjög vel fyrir Reading og ekki bara í haust heldur einnig í fyrravetur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið en Brynjar Björn er samherji Ívars hjá Reading, sem er í 2. sæti ensku 1. deildarinnar og lagði topplið Sheffield United um helgina 2-1. Brynjar Björn var á skotskónum, skoraði bæði mörk Reading og var valinn maður leiksins í flestum enskum fjölmiðlum.Ívar hefur fengið afbragðsdóma fyrir frammistöðuna á leiktíðinni með Reading. Hann hefur spilað frábærlega vel sem miðvörður en Reading hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í þrettán leikjum. Brynjari Birni hefur einnig vaxið ásmegin með hverjum leik."Það er ljóst að Ívar er einn af þeim fyrstu sem Steve Coppell [stjóri Reading] velur í liðið í hvern einasta leik. Coppell treystir honum greinilega enda hafa þeir unnið lengi saman. Þetta er þriðja liðið sem Coppell stýrir með Ívar innanborðs. Vörnin er gríðarlega sterk og Ívar hefur spilað mjög vel," sagði Brynjar Björn, sem gekk til liðs við Reading í sumar frá Watford. Ívar ákvað í fyrrahaust að gefa ekki kost á sér í landsliðið þar sem hann var meðal annars ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu og hefur hans verið sárt saknað í vörninni, sem hefur verið helsta vandamál íslenska landsliðsins.Brynjar Björn er annars mjög ánægður með dvölina hjá Reading. "Eigandi Reading hefur lagt mikinn pening í liðið undanfarin ár og það er ákveðin pressa að koma því upp í úrvalsdeild. Hér er nýr leikvangur og ný og glæsileg æfingaaðstaða og því ekkert til sparað. Það kitlar að komast upp í úrvalsdeildina og spreyta sig þar. Við eigum að geta farið alla leið." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Fleiri fréttir Gaf flotta jakkann sinn í beinni Bað um nýtt herbergi í Zagreb Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik „Notum kvöldið í að sleikja sárin“ „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu „Fann að það héldu allir með okkur“ Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, hetja Reading í uppgjöri efstu liðanna í ensku fyrstu deildinni, segir að samherji sinn Ívar Ingimarsson eigi heima í landsliðinu. "Það er algjör synd að Ívar Ingimarsson gefi ekki kost á sér í landsliðið. Það vantar ansi mikið í vörnina hjá okkur gegn Pólverjum og Svíum. Hermann [Hreiðarsson] er til dæmis ekki með en þótt allir væru klárir í leikinn ætti Ívar heima í byrjunarliði Íslands. Hann hefur spilað mjög vel fyrir Reading og ekki bara í haust heldur einnig í fyrravetur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið en Brynjar Björn er samherji Ívars hjá Reading, sem er í 2. sæti ensku 1. deildarinnar og lagði topplið Sheffield United um helgina 2-1. Brynjar Björn var á skotskónum, skoraði bæði mörk Reading og var valinn maður leiksins í flestum enskum fjölmiðlum.Ívar hefur fengið afbragðsdóma fyrir frammistöðuna á leiktíðinni með Reading. Hann hefur spilað frábærlega vel sem miðvörður en Reading hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í þrettán leikjum. Brynjari Birni hefur einnig vaxið ásmegin með hverjum leik."Það er ljóst að Ívar er einn af þeim fyrstu sem Steve Coppell [stjóri Reading] velur í liðið í hvern einasta leik. Coppell treystir honum greinilega enda hafa þeir unnið lengi saman. Þetta er þriðja liðið sem Coppell stýrir með Ívar innanborðs. Vörnin er gríðarlega sterk og Ívar hefur spilað mjög vel," sagði Brynjar Björn, sem gekk til liðs við Reading í sumar frá Watford. Ívar ákvað í fyrrahaust að gefa ekki kost á sér í landsliðið þar sem hann var meðal annars ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu og hefur hans verið sárt saknað í vörninni, sem hefur verið helsta vandamál íslenska landsliðsins.Brynjar Björn er annars mjög ánægður með dvölina hjá Reading. "Eigandi Reading hefur lagt mikinn pening í liðið undanfarin ár og það er ákveðin pressa að koma því upp í úrvalsdeild. Hér er nýr leikvangur og ný og glæsileg æfingaaðstaða og því ekkert til sparað. Það kitlar að komast upp í úrvalsdeildina og spreyta sig þar. Við eigum að geta farið alla leið."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Fleiri fréttir Gaf flotta jakkann sinn í beinni Bað um nýtt herbergi í Zagreb Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik „Notum kvöldið í að sleikja sárin“ „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu „Fann að það héldu allir með okkur“ Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Sjá meira