Arnar skoraði í sigri Lokeren
Arnar Grétarsson lék síðustu 10 mínúturnar og skoraði síðasta mark Lokeren sem vann Charleroi 4-2 í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Arnar Þór Viðarsson lék allan leikinn í liði Lokeren en Rúnar Kristinsson lék fyrri hálfleikinn en var síðan skipt út af. Lokeren er í 6. sæti deildarinnar með 16 stig en Anderlecht, sem vann Beveren 1-0, er efst í deildinni með 24 stig. Grétar Rafn Steinsson sat allan tímann á varamannabekk AZ Alkmaar sem tapaði fyrir PSV Eindhoven 3-0 í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld en með sigrinum komst PSV á topp deildarinnar.