Sport

Spánn: Taplausu liðin töpuðu

Spútniklið spænska fótboltans á þessu tímabili, Getafe, mistókst að endurheimta toppsætið í La Liga í dag þegar liðið tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni, 1-0 á útivelli fyrir Real Betis. Með sigrinum færðist Betis fjær fallsvæði deildarinnar en Getafe fór niður í 3. sætið. Savo Milosevic og Achille Webo skutu Osasuna upp í 2. sæti deildarinnar með 2-0 sigri á Celta Vigo og er nú jafnt toppliði Real Madrid að stigum, bæði með 15 stig en Real sigraði Atletico Madrid 3-0 í gær. Hitt taplausa liðið fyrir umferðina, Real Zaragoza, tapaði einnig sínum fyrsta leik á tímabilinu í dag þegar liðið lá fyrir Real Sociedad á heimavelli, 1-0. Sociedad er í 8. sæti með 10 stig, jafnmörg og Barcelona og Deportivo Coruna sem gerðu 3-3 jafntefli á laugardag. Þremur leikjum er ólokið í La Liga í kvöld en þá getur Valencia náð toppliðunum að stigum með sigri á Malaga. Espanyol - Cadiz Valencia - Malaga Athletic Bilbao - Sevilla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×