Jafnt hjá Charlton og Fulham
Charlton og Fulham gerðu 1-1 jafntefli í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Collins John kom Fulham yfir í fyrri hálfleik en Danny Murphy jafnaði fyrir Charlton í upphafi síðari hálfleiks. Hermann Hreiðarsson lék allan tímann í vörn Charlton, en Heiðar Helguson fékk ekki tækifæri með Fulham.