Melchiot meiddur
Varnarmaðurinn Mario Melchiot hjá Birmingham verður frá keppni í þrjár vikur í viðbót vegna hnémeiðsla, en hann missti af leik liðsins við grannaliðið Aston Villa um helgina. Fyrir eru þeir Stephen Clemence og David Dunne meiddir og verða frá í nokkurn tíma. "Það er eitthvað að liðböndunum í hnénu á mér og þó ég hefði kosið að spila gegn Villa, var það einfaldlega ekki hægt. Ég vona að ég missi ekki meira en tvær vikur úr, en þó gæti þetta verið eitthvað alvarlegra," sagði Melchiot.