Innlent

Tvö í haldi vegna dópsmygls

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum.
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum. MYND/Vísir

Karl og kona eru í haldi lögreglu vegna fíkniefnasmygls. Fólkið er grunað um að hafa smyglað fíkniefnum til landsins í þrjú skipti að minnsta kosti.

Lögregla hefur lagt hald á nokkurt magn fíkniefna en telur fólkið hafa smyglað meiri fíkniefnum til landsins. Karlmaðurinn er talinn höfuðpaur í málinu. Konan vann á pósthúsi og notaði aðstöðu sína þar til að ná í pakkningar sem innihéldu fíkniefni og sendar voru á pósthúsið. Lögreglan útbjó umslag sem sent var á pósthúsið þar sem konan vann til að sannreyna að hún tæki það úr umferð og kæmi áfram til mannsins. Það gekk eftir. Konan tók umslagið og hringdi í manninn sem kom skömmu síðar og sótti hana. Þau óku á brott og veitti lögregla þeim eftirför þar til lögreglumenn sáu að umslaginu var hent út úr bílnum. Fólkið var þá stöðvað og kom í ljós við rannsókn að litarefni sem var sett í umslagið í stað fíkniefnanna hafði dreifst yfir fólkið þegar umslagið var opnað. Fólkið hefur játað sök sína að hluta en misræmi er í framburði þess og að mati lögreglu er vitnisburður fólksins ekki í samræmi við umfang málsins. Að auki telur lögregla að fleiri kunni að hafa komið af smyglinu og fór lögregla því fram á gæsluvarðhald yfir fólkinu. Maðurinn var úrskurðaður í átta daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta fimmtudag og Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið í gær. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að konan hefur einnig verið úrskurðuð í gæsluvarðhald.ð fleiri kunni að hafa komið af smyglinu og fór lögregla því fram á gæsluvarðhald yfir fólkinu. Maðurinn var úrskurðaður í átta daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta fimmtudag og Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið í gær. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að konan hefur einnig verið úrskurðuð í gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×