Innlent

Dóm­greindar­leysi ráð­herra og hneykslis­mál flokksins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Siðfræðingur segir ekkert annað hafa verið í stöðunni fyrir Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra en að segja af sér. Mál hennar sýni ákveðið dómgreindarleysi og best hefði verið ef hún hefði ekki tekið embætti. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Við leitum viðbragða stjórnarandstöðunnar við málinu í kvöldfréttum og rennum yfir fjölmörg mál Flokks fólksins, sem vakið hafa gagnrýni og hneyksli á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnarinnar.

Við ræðum við formann foreldrafélags Breiðholtsskóla en foreldrar í hverfinu hafa tekið höndum saman um reglulegt foreldrarölt til að reyna að lægja ofbeldisöldu í hverfinu.

Og við kíkjum á samkomu í tilefni Alþjóðadags einstaklinga með Downs heilkenni í beinni útsendingu. 

Í sportpakkanum kíkjum við á okkar mann Aron Guðmundsson, sem er kominn til Spánar með karlalandsliðinu í fótbolta, sem þarf að vinna upp eins marks forystu Kósovóva. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 21. mars 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×