Innlent

Dómur héraðsdóms staðfestur

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli útgerðarfélagsins Gunnvarar gegn manni sem starfaði áður hjá fyrirtækinu.

Samkvæmt dómi ber útgerðinni að greiða manninum tæpar tvær milljónir króna. Upphaf málsins var að sonur mannsins var myrtur í Hafnarstræti í Reykjavík sumarið 2002. Faðirinn taldist um óvinnufær um tíma vegna þessa. Forsvarsmenn útgerðarinnar vildu hins vegar meina að maðurinn hefði látið ógert að tilkynna um aðstæður sínar og veikindi. Gunnvör krafði manninn um að endurgreiðslu launa sem hann fékk í veikindaforföllum. Bæði Héraðsdómur og hæstiréttur féllust hins vegar á málflutning mannsins og dæmdu í útgerðina til að greiða manninum launatryggingu, sem hann átti enn inni, auk dráttarvaxta og málskostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×