Innlent

Alþjóðleg herferð gegn ólöglegu niðurhali

MYND/Fréttablaðið

Alþjóðleg samtök flytjenda og framleiðenda tónlistra hófu viðamikla herferð gegn ólöglegu niðurhali tónlistar af netinu, í gær. Fjöldi slíkra mála er rekinn fyrir dómstólum víða um heim og slík mál eru til rannsóknar á Íslandi.

Ólöleg skráarskipti og niðurhal tónlistar af netinu getur varðað allt að tveggja ára fangelsi eða háum fjársektum. Þrjátíu og þrjú mál af þessu tagi er nú til rannsóknar og meðferðar hjá Ríkislögreglustjóra að sögn Gunnars Guðmundssonar hjá SFH - sambandi flytjenda og hljómplötuútgefanda. Ekki hefur enn verið ákært í neinu máli af þessu tagi hérlendis en búist er við ákærum í nokkrum málanna á næstunni. Nýlegur dómur í Svíþjóð þykir marka tímamót þar sem ákærði var dæmdur til hárrar fjársektar. Rúmlega tuttugu og tvö þúsund mál eru rekin víðs vegar um heiminn og sífellt fleiri lönd bætast í hóp þeirra landa sem taka þátt í aðgerðum gegn ólöglegum skráarskiptum og niðurhali af netinu og herferð sem nú er að hefjast gegn ólöglegum skráarskiptum og niðurhali af netinu er sú stærsta til þessa á heimsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×