Flavio Briatore, stjóri Renault-liðsins í formúlu 1, segir að Fernando Alonso eigi eftir að feta í fótspor Michael Schumacher og verða sigursælasti ökumaðurinn formúlu 1.
Briatore varð vitni að því þegar Schumacher vann sinn fyrsta titil með Benetton liðinu á sínum tíma og hefur nú séð Alonso leika það eftir hjá Renault.
"Ég held að séu góðar líkur á því að Alonso verði hinn nýi Schumacher og kannski á hann eftir að fara fram úr honum einn daginn. Það er samt auðveldara að verða meistari, en að endurtaka leikinn og því er það okkar hlutverk að gera Alonso það kleift" sagði Briatore.