San Antonio lagði Sacramento 22. nóvember 2005 13:30 Tim Duncan er hér í hörðum átökum við leikmenn Sacramento í nótt NordicPhotos/GettyImages Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio lagði Sacramento á útivelli, Philadelphia lagði New Orleans, Utah sigraði Milwaukee og Golden State vann New Jersey, þar sem Vince Carter meiddist í baki og gat aðeins spilað hálfan leikinn. San Antonio valtaði yfir Sacramento í fyrstu þremur fjórðungum leiksins í nótt, sem var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV, en þegar liðið hvíldi byrjunarliðsmennina í fjórða leikhlutanum náði Sacramento að búa til smá spennu í lokin. San Antonio náði þó að klára dæmið 96-93. Tony Parker skoraði 23 stig í leiknum og Tim Duncan var með 22 stig og 19 fráköst. Hjá Sacramento var Mike Bibby bestur með 33 stig. Philadelphia lagði New Orleans 103-91. Allen Iverson skoraði 24 stig, öll í fyrri hálfleik og gaf 9 stoðsendingar, en David West skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir New Orleans. Andrew Bogut, nýliði Milwaukee sem valinn var númer eitt í nýliðavalinu í sumar, sneri aftur í Háskólafylki sitt Utah í nótt við frábærar undirtektir í Delta Center í Salt Lake City. Leikmenn Utah Jazz tóku þó ekki eins rausnarlega á móti nýliðanum ástralska og félögum hans í Milwaukee og sigruðu 100-80. Gordan Giricek skoraði 18 stig fyrir Utah og nýliðinn Deron Williams skoraði 10 stig og gaf 10 stoðsendingar, en Michael Redd var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 25 stig. Að lokum sigraði Golden State lið New Jersey 100-97. Miklu munaði um fjarveru Vince Carter hjá New Jersey, en hann meiddist í fyrri hálfleik og óvíst er hvort hann verður með í næstu leikjum. Richard Jefferson skoraði 23 New Jersey og Nenad Krstic skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst, en Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir Golden State. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio lagði Sacramento á útivelli, Philadelphia lagði New Orleans, Utah sigraði Milwaukee og Golden State vann New Jersey, þar sem Vince Carter meiddist í baki og gat aðeins spilað hálfan leikinn. San Antonio valtaði yfir Sacramento í fyrstu þremur fjórðungum leiksins í nótt, sem var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV, en þegar liðið hvíldi byrjunarliðsmennina í fjórða leikhlutanum náði Sacramento að búa til smá spennu í lokin. San Antonio náði þó að klára dæmið 96-93. Tony Parker skoraði 23 stig í leiknum og Tim Duncan var með 22 stig og 19 fráköst. Hjá Sacramento var Mike Bibby bestur með 33 stig. Philadelphia lagði New Orleans 103-91. Allen Iverson skoraði 24 stig, öll í fyrri hálfleik og gaf 9 stoðsendingar, en David West skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir New Orleans. Andrew Bogut, nýliði Milwaukee sem valinn var númer eitt í nýliðavalinu í sumar, sneri aftur í Háskólafylki sitt Utah í nótt við frábærar undirtektir í Delta Center í Salt Lake City. Leikmenn Utah Jazz tóku þó ekki eins rausnarlega á móti nýliðanum ástralska og félögum hans í Milwaukee og sigruðu 100-80. Gordan Giricek skoraði 18 stig fyrir Utah og nýliðinn Deron Williams skoraði 10 stig og gaf 10 stoðsendingar, en Michael Redd var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 25 stig. Að lokum sigraði Golden State lið New Jersey 100-97. Miklu munaði um fjarveru Vince Carter hjá New Jersey, en hann meiddist í fyrri hálfleik og óvíst er hvort hann verður með í næstu leikjum. Richard Jefferson skoraði 23 New Jersey og Nenad Krstic skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst, en Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir Golden State.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira