Verðskuldaður sigur Manchester United 27. nóvember 2005 19:00 Wayne Rooney fór á kostum í liði Manchester United í dag og það var við hæfi að honum væri líkt við George heitinn Best á þessum degi. NordicPhotos/GettyImages Manchester United hirti öll þrjú stigin gegn West Ham á Upton Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. George Best var minnst við sérstaka athöfn fyrir leikinn, en þegar í leikinn var komið var það hin nýja stjarna Manchester-liðsins, Wayne Rooney, sem skein skærast og leiddi lið sitt til sigurs 2-1. Það voru reyndar heimamenn sem náðu forystunni strax í upphafi með góðu marki frá Marlon Harewood, en Wayne Rooney og John O´Shea skoruðu fyrir gestina og tryggðu sigurinn. Áhorfendur West Ham sýndu fyrrum knattspyrnuhetjunni George Best virðingu sína fyrir leikinn með einnar mínútu klappi og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United gat ekki annað en hrósað drenglyndi stuðningsmanna andstæðinganna. "Við getum þakkað fyrir að spila fyrsta leik okkar gegn jafn virðingarverðu og stóru félagi eins og West Ham. Þeir sýndu það í dag að þeir bera virðingu fyrir hæfileikamönnum í knattspyrnu og að það eru miklir kærleikar á milli þessara félaga," sagði Ferguson, sem var djúpt snortinn yfir móttökunum á Upton Park. Ferguson var síðar spurður út í samanburðinn á þeim Rooney og Best, sem óhjákvæmilega hefur komið upp á undanförnum árum. "Það þarf ekki að koma á óvart að slíkur samanburður sé ræddur annað veifið," sagði Ferguson. "Þó ber að hafa í huga að Rooney er aðeins tvítugur, svo hann á auðvitað langt í land með að fullkomna getu sína sem leikmaður. Ég get samt sagt það fullum fetum að hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð á þessum aldri á ferli mínum," sagði Ferguson um Rooney. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Manchester United hirti öll þrjú stigin gegn West Ham á Upton Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. George Best var minnst við sérstaka athöfn fyrir leikinn, en þegar í leikinn var komið var það hin nýja stjarna Manchester-liðsins, Wayne Rooney, sem skein skærast og leiddi lið sitt til sigurs 2-1. Það voru reyndar heimamenn sem náðu forystunni strax í upphafi með góðu marki frá Marlon Harewood, en Wayne Rooney og John O´Shea skoruðu fyrir gestina og tryggðu sigurinn. Áhorfendur West Ham sýndu fyrrum knattspyrnuhetjunni George Best virðingu sína fyrir leikinn með einnar mínútu klappi og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United gat ekki annað en hrósað drenglyndi stuðningsmanna andstæðinganna. "Við getum þakkað fyrir að spila fyrsta leik okkar gegn jafn virðingarverðu og stóru félagi eins og West Ham. Þeir sýndu það í dag að þeir bera virðingu fyrir hæfileikamönnum í knattspyrnu og að það eru miklir kærleikar á milli þessara félaga," sagði Ferguson, sem var djúpt snortinn yfir móttökunum á Upton Park. Ferguson var síðar spurður út í samanburðinn á þeim Rooney og Best, sem óhjákvæmilega hefur komið upp á undanförnum árum. "Það þarf ekki að koma á óvart að slíkur samanburður sé ræddur annað veifið," sagði Ferguson. "Þó ber að hafa í huga að Rooney er aðeins tvítugur, svo hann á auðvitað langt í land með að fullkomna getu sína sem leikmaður. Ég get samt sagt það fullum fetum að hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð á þessum aldri á ferli mínum," sagði Ferguson um Rooney.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira