Sport

Dómarar hafa mig undir smásjá

Edgar Davids finnur sig vel hjá Tottenham og skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið um helgina
Edgar Davids finnur sig vel hjá Tottenham og skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið um helgina NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn harðskeytti Edgar Davids hjá Tottenham, segir að sér þyki dómarar í ensku úrvalsdeildinni vera full spjaldaglaðir við sig, en Davids hefur fengið sjö gul spjöld í þeim ellefu leikjum sem hann hefur spilað fyrir félagið í vetur.

"Mér finnst eins og þeir séu alltaf með annað augað á mér og hika ekki við að gefa mér spjald af mjög litlu tilefni. Það er eins og séu komin jól, ég fæ svo mikið af spjöldum," sagði sá hollenski glottandi.

Fái Davids þrjú gul spjöld til viðbótar fyrir 9. apríl, þarf hann að taka út tveggja leikja bann, en hann hefur þegar þekið út eins leiks bann vegna gulra spjalda. Leikstíll Davids er nokkuð fastur, en dómarar í ensku úrvalsdeildinni virðast enn ekki hafa vanist honum.

Martin Jol, stjóri Tottenham, notaði tækifærið og hrósaði landa sínum enn eina ferðina eftir sigurinn á Wigan um helgina. "Davids er mikill leiðtogi og þegar hann kemur inn í búningsherbergi eftir leik, lætur hann menn heyra það sem þurfa að fá að heyra það, en hrósar þeim sem eiga það skilið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×