Sport

Ver bónusgreiðslur landsliðsmanna

David Beckham
David Beckham NordicPhotos/GettyImages

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að bónusgreiðslur á hendur enska landsliðinu fyrir gott gengi á HM næsta sumar séu fullkomlega réttlætanlegar og séu jafnvel lægri en þær voru fyrir síðustu keppni.

Talið er að hver leikmaður liðsins gæti átt von á allt að 300.000 pundum í bónusgreiðslur ef enska liðið nær að sigra í keppninni í Þýskalandi næsta sumar, en Beckham segir þessa tölu ekki rétta.

"Í sannleika sagt eru þessar greiðslur lægri en þær voru fyrir síðustu keppni," sagði Beckham í samtali við Evening Standard. "Sambandið fær auðvitað peninga í kassann og leikmenn fá hluta af þessum peningum, en hafa ber í huga að ef menn ná ekki árangri, verður ekkert af neinum bónusgreiðslum. Ég veit fyrir víst að hver einasti leikmaður liðsins myndi spila fyrir þjóð sína án þess að fá greitt fyrir það og ég held að ekki nokkurn einasta mann dreymi um gott gengi á HM bara vegna þess að hann verði ríkur af því."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×