Sport

Bolton sigraði Arsenal

Leikmenn Bolton fagna sigrinum á Arsenal í dag
Leikmenn Bolton fagna sigrinum á Arsenal í dag NordicPhotos/GettyImages

Nú er öllum leikjum nema einum lokið í ensku úrvalsdeildinni. Bolton lagði Arsenal 2-0 á heimavelli sínum, þar sem Diagne Faye og Giannakopoulus skoruðu mörk heimamanna.

Everton vann mjög góðan útisigur á Blackburn 2-0 með mörkum frá McFadden og Arteta, en Andy Todd var vikið af leikvelli hjá Blackburn í fyrri hálfleik.

Chelsea lagði Middlesbrough 1-0 með marki frá John Terry á 62. mínútu, Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliðinu hjá Chelsea, en var skipt útaf fljótlega eftir að Chelsea komst yfir í leiknum.

Newcastle og Aston Villa skildu jöfn á St. James´ Park 1-1. Alan Shearer skoraði mark Newcastle úr vítaspyrnu, en McCann jafnaði fyrir Aston Villa, en Villa misnotaði vítaspyrnu rétt fyrir leikslok.

Tottenham marði sigur á botnliði Sunderland 3-2. Mido, Robbie Keane og Michael Carrick skoruðu fyrir Tottenham, en Keane misnotaði vítaspyrnu seint í leiknum. Le Tallec og Whitehead skoruðu mörk Sunderland.

Loks gerðu West Brom og Fulham markalaust jafntefli. Leikur Manchester United og Portsmouth hefst núna klukkan 17:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×