Manchester City valtaði yfir Charlton
Einn leikur var á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag. Manchester City valtaði yfir lánlaust lið Charlton á útivelli 5-2. Jay Bothroyd og Darren Bent skoruðu mörk Charlton, en Andy Cole skoraði tvö fyrir City og lagði annað upp, og þeir Trevor Sinclair, Darius Vassell og Joey Barton skoruðu eitt mark hver fyrir City, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og varnarleikur Charlton var skelfilegur.