Gazza hættur að þjálfa Kettering
Hinn skrautlegi Paul Gascoigne er hættur störfum sem knattspyrnustjóri utandeildarliðsins Kettering, eftir aðeins rúman mánuð í starfi. Gazza hefur átt í deildum við eiganda félagsins og segist ekki ætla að hætta afskiptum af félaginu. "Ég ætla mér að eignast þetta félag og ég mun ekki gefast upp," sagði Gazza, sem var einn þeirra sem stóðu á bak við yfirtöku á félaginu fyrir nokkru.