Sport

Haukastúlkur bikarmeistarar

Úr Evrópuleik Hauka og Pays D Aix frá Frakklandi í Euro Cup kvenna í körfubolta.
MYND/E.Ól
Úr Evrópuleik Hauka og Pays D Aix frá Frakklandi í Euro Cup kvenna í körfubolta. MYND/E.Ól

Haukastúlkur unnu í dag Powerade bikar kvenna í körfubolta þegar þær unnu 14 stiga sigur á Keflavík 77-63 en leikið var í Digranesi. Þrátt fyrir jafnan leik voru Haukastúlkur sterkari aðilinn lengst af. Kesha Tardy var stigahæst Hauka með 28 stig og Helena Sverrisdóttir kom næst með 20 stig. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með 20 stig.

Liðin mættust í Keflavík í vikunni og þá gerðu Haukastúlkur sér lítið fyrir og sigruðu, 60-75. Haukar mættu til leiks án þjálfarans síns Ágústs Björgvinssonar, sem var í leikbanni, en Keflavík lék án gömlu kempunnar Önnu Maríu Sveinsdóttur sem þurfti að leggjast undir hnífinn vegna hnémeiðsla og leikur því ekki meir á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×