Van Gundy segir af sér

Samkvæmt heimildum frá ESPN í Bandaríkjunum hefur Stan Van Gundy, þjálfari Miami Heat, sagt starfi sínu lausu hjá félaginu og er hættur. Búist er við að formleg tilkynning frá félaginu berist síðar í kvöld, en þetta leiðir líkum að því að forseti félagsins, Pat Riley, ætli sjálfur að setjast í þjálfarastólinn og taka við liðinu en hann gerði LA Lakers að meisturum oftar en einu sinni á sínum tíma.