Sport

Ég yfirgef ekki sökkvandi skip

Ronaldo blæs á slúðursögur um að hann sé á förum frá Real Madrid
Ronaldo blæs á slúðursögur um að hann sé á förum frá Real Madrid NordicPhotos/GettyImages

Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo hjá Real Madrid, segir að leikmenn liðsins verði að sýna samstöðu eftir að þeir töpuðu enn einum heimaleiknum í spænsku deildinni í gærkvöldi. Hann segir jafnframt að hann sé alls ekki á förum frá félaginu.

"Það mikilvægasta fyrir okkur er að standa saman og reyna að halda ró okkar," sagði Ronaldo við blaðamenn í gær, eftir að liðið gekk af velli undir bauli áhorfenda sinna sem eru búnir að fá nóg af lélegu gengi liðsins í ár.

"Stuðningsmennirnir eru reiðir og trúa ekki að þetta sé að gerast, rétt eins og við leikmennirnir. Þeir mega samt ekki snúa baki við okkur, því við þurfum nauðsynlega á stuðningi þeirra að halda. Við viljum allir rífa okkur upp úr þessari lægð sem fyrst, en það eru vissulega erfiðir tímar núna og það er nóg að horfa á hvað Barcelona er að gera til að gera sér grein fyrir því," sagði Ronaldo og notaði tækifærið til að gera hreint fyrir sínum dyrum.

"Það hafa verið allsskonar fréttir í blöðunum um að menn hérna séu að rífast í búningsklefanum og að ég sé að hugsa um að fara eitthvað annað. Þetta er allt bull og það er ekkert til í þessu. Ég yfirgef ekki sökkvandi skútu og ég hef aldrei hugsað um að fara héðan."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×