Innlent

Fimmtán gefa kost á sér

Prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi vegna framboðslista flokksins við

bæjarstjórnarkosningar á komandi vori, verður haldið 21. janúar

næstkomandi. Fimmtán manns gefa kost á sér í prófkjörinu.

Frambjóðendur eru eftirtalin:

Ármann Kr. Ólafsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra og forseti bæjarstjórnar

Ásthildur Helgadóttir, verkfræðingur og knattspyrnumaður

Bragi Michaelsson, ráðgjafi og varabæjarfulltrúi

Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri hjá Flugfélagi Íslands

Gunnar Ingi Birgisson, verkfræðingur og bæjarstjóri Kópavogs

Gísli Rúnar Gíslason, lögfr. hjá Fiskistofu og form. Sjálfstæðisfélags

Kópavogs

Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri og bæjarfulltrúi

Hallgrímur Viðar Arnarson, sölumaður og múrari

Ingimundur Kristinn Guðmundsson, kerfisfræðingur

Jóhanna Thorsteinson, leikskólastjóri í Álfatúni

Lovísa Ólafsdóttir, iðjuþjálfi hjá Liðsinni

Margrét Björnsdóttir, varabæjarfulltrúi og form. umhverfisráðs

Pétur Magnús Birgisson, tæknistjóri sundlauga Kópavogs

Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir, stjórnmálafræðingur og markaðsstjóri hjá Stika ehf

Sigurrós Þorgrímsdóttir, alþingismaður og bæjarfulltrúi

Kosið verður utan kjörstaðar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Kjörið fer fram alla virka daga frá 5. janúar til 20.janúar í höfuðstöðvum

Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1.

Prófkjörið sjálft fer fram eins og fyrr greinir, 21. janúar 2006, en

kjörstaðir verður tilkynntir síðar.

Þátttakendur í prófkjörinu skulu vera fullgildir félagar í einhverju

sjálfstæðisfélaga Kópavogs og búsettir í Kópavogi. Þátttaka er heimil 16

ára og eldri. Ennfremur er þátttaka í prófkjörinu heimil þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í

kjördæminu við kosningarnar í maí og undirritað hafa inntökubeiðni í

sjálfstæðisfélag í bænum fyrir lok kjörfundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×