Erlent

Hrekkjavakan á fullt skrið

Hrekkjavakan í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi. Þá taka menn upp á ýmsu, en við Flórídastrendur voru menn að keppa í graskersútskurði og uppsetningu neðansjávar. Dómarar fylgjast með handbragði og handskjálfta við útskurðinn, en graskerin eiga að vera sem skelfilegust, auðvitað, og færni kafaranna við að koma þeim fyrir upplýstum á sjávarbotni á sem fegurstan hátt og á sem stystum tíma. Aðrir dunduðu sér við það uppá landi að sviðsetja hryllingsatriði - það er nefnilega flest leyfilegt á hrekkjavökunni.
 
 
 
 

Hrekkjavakan í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi. Þá taka menn upp á ýmsu, en við Flórídastrendur voru menn að keppa í graskersútskurði og uppsetningu neðansjávar.

Dómarar fylgjast með handbragði og handskjálfta við útskurðinn, en graskerin eiga að vera sem skelfilegust, auðvitað, og færni kafaranna við að koma þeim fyrir upplýstum á sjávarbotni á sem fegurstan hátt og á sem stystum tíma. Aðrir dunduðu sér við það uppá landi að sviðsetja hryllingsatriði - það er nefnilega flest leyfilegt á hrekkjavökunni.

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×