Framherjinn Ronaldinho hjá Barcelona segist óska þess heitt að fá Thierry Henry og Frank Lampard til liðs við sig hjá Barcelona, en báðir leikmenn hafa verið orðaðir nokkuð við spænska stórliðið.
"Mér mundi ekki leiðast að fá þessa menn hingað. Henry er frábær leikmaður með frábæra tækni. Það er mjög gaman að horfa á hann spila og hann minnir mig á sjálfan mig. Hvað Frank varðar, væri mjög sterkt ef félagið gæti fengið hann til að koma hingað."