Boston - Indiana 21. apríl 2005 00:01 Viðureign Boston Celtics og Indiana Pacers verður forvitnilegt einvígi, en margir hallast að því að Indiana liðið gæti komið á óvart í úrslitakeppninni. Boston er með heimavallarréttinn í rimmunni og hefur á að skipa mjög skemmtilegu sóknarliði með fjölmörg vopn þeim megin vallarins. Lykilmenn liðsins eins og Gary Payton, Paul Pierce, Ricky Davis að ógleymdum Antoine Walker, geta gert hvaða liði sem er skráveifu ef þeir detta í stuð. Endurkoma Walkers í liðið varð öllum að óvörum til þess að bæta leik liðsins og það var hann að öðrum ólöstuðum sem tryggði liðinu efsta sætið í Atlantshafsriðlinum í fyrsta skipti í háa herrans tíð. Varnarleikurinn er þó Akkílesarhæll liðsins og saga úrslitakeppninnar er ekki á bandi veikra varnarliða, svo að Indiana gæti allt eins komið á óvart og stolið sigrinum í þessu einvígi. Lið Indiana varð fyrir áfalli þegar ólátabelgurinn Ron Artest var settur í bann út tímabilið, en nú bíða leikmenn liðsins eftir að heilladísirnar snúist þeim á band. Reggie Miller er leiðtogi liðsins og hann er að leika sína síðustu leiki á ferlinum, svo að félagar hans vilja eflaust tryggja honum sem lengsta veru í deildinni. Jermaine O´Neal er að snúa aftur úr erfiðum meiðslum og liðið verður að hafa hann í sínu besta formi í úrslitakeppninni, sem og Stephen Jackson sem er liðinu mikilvægur bæði sóknar- og varnarlega. Fyrsti leikur liðanna er á laugardagskvöld í Boston NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Sjá meira
Viðureign Boston Celtics og Indiana Pacers verður forvitnilegt einvígi, en margir hallast að því að Indiana liðið gæti komið á óvart í úrslitakeppninni. Boston er með heimavallarréttinn í rimmunni og hefur á að skipa mjög skemmtilegu sóknarliði með fjölmörg vopn þeim megin vallarins. Lykilmenn liðsins eins og Gary Payton, Paul Pierce, Ricky Davis að ógleymdum Antoine Walker, geta gert hvaða liði sem er skráveifu ef þeir detta í stuð. Endurkoma Walkers í liðið varð öllum að óvörum til þess að bæta leik liðsins og það var hann að öðrum ólöstuðum sem tryggði liðinu efsta sætið í Atlantshafsriðlinum í fyrsta skipti í háa herrans tíð. Varnarleikurinn er þó Akkílesarhæll liðsins og saga úrslitakeppninnar er ekki á bandi veikra varnarliða, svo að Indiana gæti allt eins komið á óvart og stolið sigrinum í þessu einvígi. Lið Indiana varð fyrir áfalli þegar ólátabelgurinn Ron Artest var settur í bann út tímabilið, en nú bíða leikmenn liðsins eftir að heilladísirnar snúist þeim á band. Reggie Miller er leiðtogi liðsins og hann er að leika sína síðustu leiki á ferlinum, svo að félagar hans vilja eflaust tryggja honum sem lengsta veru í deildinni. Jermaine O´Neal er að snúa aftur úr erfiðum meiðslum og liðið verður að hafa hann í sínu besta formi í úrslitakeppninni, sem og Stephen Jackson sem er liðinu mikilvægur bæði sóknar- og varnarlega. Fyrsti leikur liðanna er á laugardagskvöld í Boston
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti