Ofurforstjórar ekki með bílstjóra 31. janúar 2005 00:01 Enginn efast um að ofurforstjórar Íslands eru ekki vanhaldnir í hlunnindum, en lausleg könnun Fréttablaðsins bendir til að enginn þeirra geti státað af því sem ráðherrar Íslands geta: Að hafa einkabílstjóra. Á hverjum þriðjudegi og föstudegi þegar ríkisstjórnin þingar, má sjá á annan tug glæsibifreiða - yfirleitt í gangi - fyrir utan "hvíta húsið" - stjórnarráðið við Lækjartorg. Inni í bílunum sitja einkabílstjórar ráðherranna tólf því allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar nýta sér í botn þau réttindi sem þeir hafa lögum samkvæmt: Að hafa einkabílstjóra. "Nei, okkar menn hafa ekki einkabílstjóra," segir Jónas Sigurgeirsson hjá KB banka. "Ég hef aldrei heyrt að Jón Ásgeir hafi einkabílstjóra," segir Sara Lind Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Baugs. Sama gildir um Björgólfs-feðga. Seðlabankastjórar haf þó löngum haft einkabílstjóra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að "praktískar" ástæður séu fyrir því að ráðherrar hafi bíl til umráða og einkabílstjóra. "Þetta er einfaldlega spurning um að gera okkur kleift að helga okkur skyldustörfum okkar eins mikið og mögulegt er." Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Össur Skarphéðinsson, forkólfar Samfylkingarinnar, nýttu sér réttindi til að hafa einkabílstjóra í síðustu ríkisstjórn sem þáverandi flokkur þeirra, Alþýðuflokkurinn, átti aðild að. Jóhanna Sigurðardóttir segir að kostnaður við bílaflotann og laun bílstjóranna nemi hálfum milljarði á sex árum samkvæmt svari við fyrirspurn hennar á Alþingi: "Ráðherrar eru sífellt að krefjast aðhalds og ættu að sjálfir að sýna gott fordæmi með slíkri ráðdeild." Vegfarendur geta síðan reynt að þreyta kappgöngu við ráðherrabílana, þegar þeir fara frá stjórnarráðshúsinu eftir ríkisstjórnarfundi og bjóða einstefnugötum miðbæjarins birginn í ráðuneytinu og er hætt við að þeir hafi betur. Langflest ráðuneytin eru nefnilega í göngufjarlægð jafnt frá stjórnarráðinu sem alþingishúsinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Enginn efast um að ofurforstjórar Íslands eru ekki vanhaldnir í hlunnindum, en lausleg könnun Fréttablaðsins bendir til að enginn þeirra geti státað af því sem ráðherrar Íslands geta: Að hafa einkabílstjóra. Á hverjum þriðjudegi og föstudegi þegar ríkisstjórnin þingar, má sjá á annan tug glæsibifreiða - yfirleitt í gangi - fyrir utan "hvíta húsið" - stjórnarráðið við Lækjartorg. Inni í bílunum sitja einkabílstjórar ráðherranna tólf því allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar nýta sér í botn þau réttindi sem þeir hafa lögum samkvæmt: Að hafa einkabílstjóra. "Nei, okkar menn hafa ekki einkabílstjóra," segir Jónas Sigurgeirsson hjá KB banka. "Ég hef aldrei heyrt að Jón Ásgeir hafi einkabílstjóra," segir Sara Lind Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Baugs. Sama gildir um Björgólfs-feðga. Seðlabankastjórar haf þó löngum haft einkabílstjóra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að "praktískar" ástæður séu fyrir því að ráðherrar hafi bíl til umráða og einkabílstjóra. "Þetta er einfaldlega spurning um að gera okkur kleift að helga okkur skyldustörfum okkar eins mikið og mögulegt er." Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Össur Skarphéðinsson, forkólfar Samfylkingarinnar, nýttu sér réttindi til að hafa einkabílstjóra í síðustu ríkisstjórn sem þáverandi flokkur þeirra, Alþýðuflokkurinn, átti aðild að. Jóhanna Sigurðardóttir segir að kostnaður við bílaflotann og laun bílstjóranna nemi hálfum milljarði á sex árum samkvæmt svari við fyrirspurn hennar á Alþingi: "Ráðherrar eru sífellt að krefjast aðhalds og ættu að sjálfir að sýna gott fordæmi með slíkri ráðdeild." Vegfarendur geta síðan reynt að þreyta kappgöngu við ráðherrabílana, þegar þeir fara frá stjórnarráðshúsinu eftir ríkisstjórnarfundi og bjóða einstefnugötum miðbæjarins birginn í ráðuneytinu og er hætt við að þeir hafi betur. Langflest ráðuneytin eru nefnilega í göngufjarlægð jafnt frá stjórnarráðinu sem alþingishúsinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira