Einkaaðilar byggi samgöngumiðstöð 31. janúar 2005 00:01 Samgönguráðherra vonast til að ákvörðun um að reisa nýja samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli verði tekin innan fárra mánaða. Einakaðilar myndu byggja hana og hún bæði þjóna flugumferð og rútum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti reyndar hugmyndir þessa efnis skömmu fyrir kosningar sem Reykjavíkurborg efndi til um framtíð Reykjavíkurflugvallar árið 2001. Þar var gert ráð fyrir að samgöngumiðstöð yrði reist við Loftleiðahótelið. Hún yrði ekki aðeins flugstöð heldur miðstöð almenningssamgangna sem þjónaði einnig rútum og strætisvögnum. Sturla segir að unnið hafi verið að verkefninu í nokkurn tíma og vonandi fari að sjá fyrir endann á þeirri vinnu. Allir þekki þær aðstæður sem séu hér algerlega óviðunandi, annars vegar við Reykjavíkurflugvöll og hins vegar við Umferðarmiðstöðina. Því sé afar brýnt að málið nái fram að ganga. Ráðherrann hefur unnið málið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Stefnt er að því að landrými flugvallarins verði minnkað, ein flugbraut af þremur verði lögð af, sú minnsta, suðvestur-norðaustur-brautin, og þannig gefið svigrúm til annarrar starfsemi. Sturla segir að samkomulag milli borgaryfirvalda og samgönguyfirvalda verði að vera gott í málinu en hann eigi ekki von á öðru en að það takist. Ráðherrann vonast til unnt verði að hefja byggingu samgöngumiðstöðvar sem allra fyrst. Hann voni svo sannarlega að ekki líði margir mánuðir þangað til ákvörðun um það verði tekin. Aðspurður hvernig verkið verði fjármagnað segir Sturla að hann voni að einkaaðilar sjái um framkvæmdina og fjárfestar líti á það sem góðan kost að byggja upp húsnæði og leigja síðan út. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Samgönguráðherra vonast til að ákvörðun um að reisa nýja samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli verði tekin innan fárra mánaða. Einakaðilar myndu byggja hana og hún bæði þjóna flugumferð og rútum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti reyndar hugmyndir þessa efnis skömmu fyrir kosningar sem Reykjavíkurborg efndi til um framtíð Reykjavíkurflugvallar árið 2001. Þar var gert ráð fyrir að samgöngumiðstöð yrði reist við Loftleiðahótelið. Hún yrði ekki aðeins flugstöð heldur miðstöð almenningssamgangna sem þjónaði einnig rútum og strætisvögnum. Sturla segir að unnið hafi verið að verkefninu í nokkurn tíma og vonandi fari að sjá fyrir endann á þeirri vinnu. Allir þekki þær aðstæður sem séu hér algerlega óviðunandi, annars vegar við Reykjavíkurflugvöll og hins vegar við Umferðarmiðstöðina. Því sé afar brýnt að málið nái fram að ganga. Ráðherrann hefur unnið málið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Stefnt er að því að landrými flugvallarins verði minnkað, ein flugbraut af þremur verði lögð af, sú minnsta, suðvestur-norðaustur-brautin, og þannig gefið svigrúm til annarrar starfsemi. Sturla segir að samkomulag milli borgaryfirvalda og samgönguyfirvalda verði að vera gott í málinu en hann eigi ekki von á öðru en að það takist. Ráðherrann vonast til unnt verði að hefja byggingu samgöngumiðstöðvar sem allra fyrst. Hann voni svo sannarlega að ekki líði margir mánuðir þangað til ákvörðun um það verði tekin. Aðspurður hvernig verkið verði fjármagnað segir Sturla að hann voni að einkaaðilar sjái um framkvæmdina og fjárfestar líti á það sem góðan kost að byggja upp húsnæði og leigja síðan út.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira