Splundra öllu sem á vegi verður 5. janúar 2005 00:01 Snjóflóð hafa fallið víða um land undnangengna daga, flest blessunarlega utan byggðar en eitt olli þó skemmdum í Hnífsdal. Þá hefur þurft að rýma íbúðarhús víða á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögun fjalla og úrkoma Langflest snjóflóð falla í hlíðum sem hafa 30 til 50 gráðu halla og meiri snjóflóðahætta er í ávölum brekkum en íhvolfum þar sem togspenna er meiri þar. Snjór safnast gjarnan í hvilftir og mörg gil eru í fjallshlíð og getur það stóraukið snjóflóðahættu. Þegar snjókoma er mikil er hætt við að snjóþekjan bindist ekki sem skyldi. Undirlagið skiptir einnig miklu máli. Algengt er hér á landi að í kjölfar snjókomu hlýni og snjórinn þyngist. Þungur og blautur snjór sest ofan á léttari snjó sem veldur því að snjóflóð falla oft í hrinum. Fylgi sterkur vindur úrkomu safnast snjórinn saman hlé megin í fjallshlíðum, giljum og skorningum og þegar skefur fram af fjallsbrúnum er hætta á hengjumyndun. Orsök flestra snjóflóða sem falla á Vestfjörðum er þegar vindur blæs yfir fjöll sem eru flöt að ofan. Gerðir snjóflóða Snjóflóðum er jafnan skipt í tvo flokka: lausasnjóflóð og flekaflóð en einnig eru þau undirflokkuð í kófhlaup, þurr og vot hlaup. Upptök lausasnjóflóða eru yfirleitt í efsta hluta snjóþekjunnar í lausum snjó þar sem lítil binding er. Lausasnjóflóð falla yfirleitt í eða rétt eftir mikla snjókomu. Í flekahlaupum skríður snjóþekjan af stað í heillegum flekum vegna samloðunar, en stór svæði geta farið af stað í einu og flutt með sér mikið snjómagn. Flekaflóðin eru mun algengari hérlendis en lausasnjóflóðin þó að mörkin þar á milli séu ekki mjög skýr. Rennslishraði snjóflóða er mismikill, þurr flóð renna hraðar en blaut. Kófhlaup geta náð mjög miklum hraða en á undan þeim fer kröftug þrýstibylgja sem getur splundrað því sem á vegi verður, þar á meðal húsum og bílum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Snjóflóð hafa fallið víða um land undnangengna daga, flest blessunarlega utan byggðar en eitt olli þó skemmdum í Hnífsdal. Þá hefur þurft að rýma íbúðarhús víða á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögun fjalla og úrkoma Langflest snjóflóð falla í hlíðum sem hafa 30 til 50 gráðu halla og meiri snjóflóðahætta er í ávölum brekkum en íhvolfum þar sem togspenna er meiri þar. Snjór safnast gjarnan í hvilftir og mörg gil eru í fjallshlíð og getur það stóraukið snjóflóðahættu. Þegar snjókoma er mikil er hætt við að snjóþekjan bindist ekki sem skyldi. Undirlagið skiptir einnig miklu máli. Algengt er hér á landi að í kjölfar snjókomu hlýni og snjórinn þyngist. Þungur og blautur snjór sest ofan á léttari snjó sem veldur því að snjóflóð falla oft í hrinum. Fylgi sterkur vindur úrkomu safnast snjórinn saman hlé megin í fjallshlíðum, giljum og skorningum og þegar skefur fram af fjallsbrúnum er hætta á hengjumyndun. Orsök flestra snjóflóða sem falla á Vestfjörðum er þegar vindur blæs yfir fjöll sem eru flöt að ofan. Gerðir snjóflóða Snjóflóðum er jafnan skipt í tvo flokka: lausasnjóflóð og flekaflóð en einnig eru þau undirflokkuð í kófhlaup, þurr og vot hlaup. Upptök lausasnjóflóða eru yfirleitt í efsta hluta snjóþekjunnar í lausum snjó þar sem lítil binding er. Lausasnjóflóð falla yfirleitt í eða rétt eftir mikla snjókomu. Í flekahlaupum skríður snjóþekjan af stað í heillegum flekum vegna samloðunar, en stór svæði geta farið af stað í einu og flutt með sér mikið snjómagn. Flekaflóðin eru mun algengari hérlendis en lausasnjóflóðin þó að mörkin þar á milli séu ekki mjög skýr. Rennslishraði snjóflóða er mismikill, þurr flóð renna hraðar en blaut. Kófhlaup geta náð mjög miklum hraða en á undan þeim fer kröftug þrýstibylgja sem getur splundrað því sem á vegi verður, þar á meðal húsum og bílum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira