Sport

Tryggvi var maður leiksins

Tryggvi Guðmundsson var maður leiksins, skoraði eitt mark og lagði upp tvö en hann átti auk þess skalla í stöng og skot í slá. Hér á eftir má sjá mat Fréttablaðsins á frammistöðu leikmanna Íslands í leiknum. Frammistaða íslensku leikmannanna gegn Möltu:Markið:Árni Gautur Arason 5 Virkaði ekki sannfærandi og hefði ekki átt að missa boltann frá sér í markinu. Vörnin:Grétar Rafn Steinsson  7 Ekkert upp á hann að klaga varnarlega og sótti hart fram þegar þar átti við. Skilaði boltanum ágætlega frá sér og var enginn duglegri en hann að prjóna sig í gegnum vörn Möltu. Stefán Gíslason  8 Var mjög traustur og hafði góð tök á Mifsud, hættulegasta manni Maltverja. Var eilítið óöruggur í byrjun, eins og búast mátti við. Auðun Helgason  7 Kom beint í byrjunarliðið eftir að hafa verið kallaður skyndilega í hóp um helgina. Átti fínan dag og var traustvekjandi. Arnar Þór Viðarsson  6 Var mjög ferskur framan af en róaðist eftir að Íslendingar skora mörkin. Náði einstaklega vel saman með Tryggva og Eið. Miðjan:Brynjar Björn Gunnarsson 6 Duglegur eins og alltaf. Gekk illa að skila boltanum frá sér eins og alltaf. Eiður Smári Guðjohnsen 8 Algjör lykilmaður í liðinu. Var eini maðurinn sem gerði eitthvað í stöðunni 0–0 en lét lítið á sér bera eftir að sigurinn var tryggður. Skoraði gott mark. (81., Helgi Valur Daníelsson, –): Átti góða innkomu og var óheppinn að skora ekki. Kári Árnason 5 Náði sér aldrei almennilega á strik og var lítið áberandi í leiknum. (63., Jóhannes Harðarson, 6): Átti náðugan dag í sínum fyrsta landsleik og stóð sig ágætlega. Sóknin:Veigar Páll Gunnarsson 7 Var lengi að vinna sig inn í leikinn en átti frábæran lokakafla þar sem hann lagði upp eitt mark og skoraði annað. Kemst langt á því. Gunnar Heiðar þorvaldsson 7 Skoraði gott mark sem kom Íslendingum á sporið og lagði upp mark númer tvö. Var annars í strangri gæslu og fékk úr fremur litlu að moða. (83., Hannes Þ. Sigurðsson, –): Nýtti sínar mínútur vel. Tryggvi Guðmundsson 8 Maður leiksins. Átti frábæran dag, lagði upp tvö mörk og skoraði eitt sjálfur, auk þess að skjóta tvisvar í tréverkið. Tryggvi naut sín til hins ýtrasta og var hrein unun að fylgjast með honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×