Ísland tapaði fyrir Svíum
Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 3-1 fyrir Svíum í lokaleik sínum í undankeppni HM í Svíþjóð nú áðan. Íslenska liðið komst yfir í leiknum með glæsilegu marki Kára Árnasonar í fyrri hálfleik, en þeir Zlatan Ibrahimovic, Henrik Larsson og Kim Kallström gerðu vonir íslenska liðsins að engu. Íslenska liðið hafnaði í næst neðsta sæti riðilsins með aðeins fjögur stig eftir tíu leiki og markatöluna 14-27. >