Erlent

Írak: Meira en 20 látnir í morgun

Meira en tuttugu manns biðu bana og aðrir tuttugu særðust í sjálfsmorðsárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Flestir þeirra sem létust voru lögreglumenn. Tilræðismaðurinn keyrði bíl hlöðnum sprengiefni inn í hlið lítils flutningabíls sem í voru lögreglumenn. Gærdagurinn var einhver sá blóðugasti í Írak síðan stríðinu lauk formlega. Meira en hundrað og fimmtíu manns týndu lífi og fjögur hundruð eru sárir eftir nokkrar sprengjuárásir. Ný hrina árása virðist vera í uppsiglingu í kjölfar innrásar bandarískra og írakskra hersveita inn í Tal Afar um helgina. Í gær birtist hljóðupptaka sem sögð er vera frá al-Zarqawi, leiðtoga al-Qaida í Írak, þar sem stríði er lýst á hendur sjítum og stjórnvöldum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×