Sport

Toppmöller tekur við Georgíu

Þýski þjálfarinn Klaus Toppmöller, sem náði frábærum árangri með Bayer Leverkusen árið 2002, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Georgíu og mun skrifa formlega undir tveggja ára samning fljótlega. Landslið Georgíu endaði í næstneðsta sæti riðils síns í haust og því var þjálfara liðsins sagt upp störfum í kjölfarið.

Toppmöller hefur ekki starfað sem þjálfari síðan árið 2004, en hann var þá rekinn frá Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni eftir stutt stopp. Hann náði frábærum árangri með lið Leverkusen árið 2002, þegar liðið endaði í öðru sæti í þýsku deildinni, vann þýska bikarinn og komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Michael Ballack í broddi fylkingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×